Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Í bókinni Nýja Ísland – listin að týna sjálfum sér skoðar Guðmundur Magnússon sagnfræðingur „íslenska efnahagsundrið“ um og eftir síðustu aldamót og þau áhrif sem það hafði á samfélagið. Áleitin deilumál eru sett í nýtt samhengi og niðurstaðan er vægast sagt óþægileg. Höfundur bendir á að á síðasta áratug liðinnar aldar nam hinn alþjóðlegi frjálsi markaður land á Íslandi með öllum sínum kostum og göllum. Hér varð til nýtt þjóðfélag.
Kappið sem einkenndi þessi ár minnti að ýmsu leyti á hvernig eldri kynslóðir brutust úr fátækt og kyrrstöðu á fyrstu áratugum síðustu aldar. Þær kynslóðir báru þó gæfu til þess að varðveita og rækta lífsviðhorf sem tryggðu samheldni og samkennd þjóðarinnar á því mikla breytingaskeiði sem gekk yfir. Þetta ber Guðmundur saman við þjóðfélagsbreytingarnar í kringum aldamótin síðustu og veltir fyrir sér hvort breytingarnar hafi verið stórstígari en þjóðfélagið réð við?
© 2020 Storyside (Hljóðbók): 9789180133135
Útgáfudagur
Hljóðbók: 3 november 2020
Merki
Íslenska
Ísland