Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Tuttugasta öldin var ekki síður merkilegt tímabil í sögu rússneskra bókmennta en sú nítjánda. Í þessari sýnisbók hefur Áslaug Agnarsdóttir valið og þýtt nítján ólíkar sögur sem gefa fjölbreytta mynd af sovéskum bókmenntum allt frá byrjun aldarinnar og fram til fyrstu áranna eftir að Sovétríkin liðu undir lok. Elsta sagan er eftir Maksím Gorkí, og þótt sú saga sé skrifuð fyrir byltinguna 1917, er efni hennar ágætur inngangur að sovéttímanum. Í sögunum, sem birtar eru í tímaröð, er brugðið upp lifandi myndum af margþættu lífi sovéskra borgara á miklum álagatímum. Höfundarnir eru allir í fremstu röð rússneskra rithöfunda og lýsa með ágætum daglegu lífi sovéskra borgara, sorgum þeirra og gleði og draumum um betra líf.
© 2020 Ugla útgáfa (Hljóðbók): 9789935212818
© 2020 Ugla útgáfa (Rafbók): 9789935214430
Þýðandi: Áslaug Agnarsdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 31 december 2020
Rafbók: 15 december 2020
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland