Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Stund klámsins er fyrsta fræðilega verkið um sögu kláms á Íslandi og að því leyti tímamótaverk. Á tímum kynlífsbyltingarinnar á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar jókst sýnileiki nektar og kynlífs í vestrænni menningu. Í kvikmyndum og sjónvarpi, bókum og blöðum, leikhúsi og ljósmyndum var kynlíf ekki aðeins gefið í skyn heldur var því lýst af sívaxandi nákvæmni. Víða um lönd velti fólk því fyrir sér hvernig skyldi skilgreina klám við þessar aðstæður. Hvernig var ásættanlegt eða æskilegt að sýna kynlíf – og hvernig ekki? Stund klámsins fjallar um sögu kláms á Íslandi á árum kynlífsbyltingarinnar og alla þá ólíku aðila sem tóku þátt í að móta skilgreiningu þessa gamla hugtaks á nýjum tímum. Rýnt er í hugmyndir um klám sem andstæðu upplýsandi fræðslu og listrænnar tjáningar, um kynfrelsi og bælingu, ritskoðun og tjáningarfrelsi, ónáttúru og afbrigðilegar hneigðir. Við sögu kemur ýmislegt sem ekki hefur verið rætt í samhengi Íslandssögunnar hingað til – enda stranglega bannað börnum.
© 2023 Storyside (Hljóðbók): 9789180843683
© 2023 Storyside (Rafbók): 9789180843690
Útgáfudagur
Hljóðbók: 29 september 2023
Rafbók: 29 september 2023
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland