Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.3
1 of 3
Barnabækur
Sjáumst aftur … var valin besta sagan í samkeppni um Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2001. Dómnefnd var á einu máli um að handritið bæri af öðrum sem send voru inn í keppnina og í áliti hennar segir meðal annars: „Sjáumst aftur … er sérlega vandað verk þar sem höfundi tekst að skapa heillandi og spennandi sögu úr óvenjulegum efniviði.“
Í bókinni segir frá Kötlu, tólf ára stelpu sem flytur með foreldrum sínum til Vestmannaeyja. Þar setjast þau að í gömlu timburhúsi og fyrr en varir taka undarlegar sýnir og sérkennilegir draumar að leita á Kötlu. Samtímis er eitthvað dularfullt á seyði á vinnustað pabba hennar þar sem mikilvæg gögn hverfa og Katla fyllist grunsemdum um að einhver hafi óhreint mjöl í pokahorninu.
Sjáumst aftur … er mögnuð og spennandi saga þar sem fortíð og nútíð mætast í óvæntri atburðarás. Gunnhildur Hrólfsdóttir hefur áður skrifað margar bækur fyrir börn og unglinga og hlaut árið 1997 viðurkenningu IBBY-samtakanna fyrir framlag sitt til barnamenningar.
© 2019 Storyside (Hljóðbók): 9789179310141
Útgáfudagur
Hljóðbók: 1 oktober 2019
Íslenska
Ísland