Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.1
1 of 4
Glæpasögur
Danski blaðamaðurinn Nóra Sand finnur ljósmynd af tveimur stúlkum í gamalli ferðatösku sem var keypt á fornsölu í Bretlandi. Myndin vekur áhuga hennar. Fljótlega kemur í ljós að hún tengist hvarfi tveggja danskra stúlkna á leið til Englands árið 1985. Nóra fer að garfa í þessu gamla máli. Áður en hún veit af er hún komin á slóð óhugnanlegs fjöldamorðingja. Leitin að sannleikanum um örlög stúlknanna reynist ískyggilegri en hana gat órað fyrir. Stúlkurnar á Englandsferjunni sló í gegn þegar bókin kom út í Danmörku árið 2015 og hefur nú verið þýdd á yfir 15 tungumál. Lone Theils var lengi fréttaritari dönsku blaðanna Politiken og Berlingske Tidende í London, en býr nú í Danmörku og fæst við ritstöf.
© 2019 Storyside (Hljóðbók): 9789178890934
© 2020 Ugla útgáfa (Rafbók): 9789935214683
Þýðandi: Þórdís Bachmann
Útgáfudagur
Hljóðbók: 15 februari 2019
Rafbók: 29 oktober 2020
Íslenska
Ísland