Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
3.8
Spennusögur
Þrjú hundruð ár eru liðin síðan galdramaður var brenndur á báli á Ströndum. Í dauða sínum lagði hann bölvun á prestinn sem stóð á bakvið brennuna, síra Jón Ketilsson, og ókomna niðja hans næstu þrettán liði. Á leið sinni í bústað með stjúpföður sínum og bróður til að verja jólunum í sveitinni, finnur lítil stúlka sauðskinsskó sem hún laðast einkennilega að. Hún á sér aðeins eina ósk þessi jól ... og hefði betur mátt gæta sín hvers hún óskaði sér. Þá hefst atburðarás þar sem örlagaríkar ákvarðanir, syndir fortíðarinnar og hryllileg öfl beinast gegn fjölskyldunni og leggja á hana meiri skelfingu og harmraunir en nokkurt þeirra hefði getað ímyndað sér. Til að lifa af þessi blóðugu jól þurfa þau að reiða sig á hvort annað, græða sködduð sambönd sín og sækja sér hjálp úr óvæntum áttum. Miðsvetrarblót er bók sem á sér enga sína líka. Dáleiðandi fjölskyldusaga sem vefur saman fjarlægri fortíð og nútíma í frásögn sem er í senn hrollvekjandi, spennuþrungin, hrífandi og bráðskemmtileg. Þetta er bók sem heldur þér í heljargreipum allt til endiloka.
© 2024 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180674737
© 2024 Storytel Original (Rafbók): 9789180674690
Útgáfudagur
Hljóðbók: 11 november 2024
Rafbók: 11 november 2024
Íslenska
Ísland