Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.3
8 of 9
Glæpasögur
Morð á ungri vændiskonu og kornabarn sem finnst yfirgefið sama vetrarkvöldið er upphafið að erfiðri rannsókn Kim Stone – sem kemst aftur í kynni við manneskju frá sinni eigin hræðilegu æsku.
Þegar þrjár vændiskonur í viðbót finnast myrtar í Svörtulöndum í röð síharkalegri árása gera Kim og liðið hennar sér grein fyrir því að þetta var ekki handahófskenndur ofbeldisglæpur heldur er sjúkur raðmorðingi að verki.
Á sama tíma er leitað að foreldri sem skildi ungbarn sitt eftir við lögreglustöðina – en það sem virðist í fyrstu vera sorgleg höfnun tekur fljótlega á sig aðra og mun dekkri mynd.
Þegar ung stúlka hverfur vísa rannsóknirnar tvær lögregluliðinu inn í hryllilegan og hulinn heim þar sem Kim lendir í lífshættu við að leiða málin til lykta.
Getur Kim ráðið niðurlögum sinna eigin djöfla og stöðvað morðingjann áður en enn eitt lífið glatast?
Hörkuspennandi glæpasaga úr metsöluseríunni – þessa bók er ekki hægt að leggja frá sér fyrr en sagan er á enda! Hér í frábærum lestri Írisar Tönju Flygenring.
© 2022 Storyside (Hljóðbók): 9789180613675
© 2023 Drápa (Rafbók): 9789935530035
Þýðandi: Ingunn Snædal
Útgáfudagur
Hljóðbók: 31 oktober 2022
Rafbók: 26 april 2023
Íslenska
Ísland