Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.6
Klassískar bókmenntir
Brennu-Njáls saga er þekktasta Íslendingasagan og jafnframt sú lengsta. Þetta er saga Njáls Þorgeirssonar bónda, höfðingja og lögspekings á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum og sona hans einkum þá Skarphéðins. Auk þess er Njála, eins og sagan er oftast kölluð, ævisaga Hallgerðar langbrókar Höskuldsdóttur og eiginmans hennar Gunnars Hámundarssonar á Hlíðarenda.
Njála er frábærlega vel skrifuð bók. Í þessar útgáfu hefur hún verið færð til nútímalegra máls af Hauki Svavarssyni, Cand. Mag. í íslenskum fræðum, sem kenndi bókina um langt árabil í framhaldsskóla. Auðveldar þessi breyting mjög hlustun á sögunni og færir hana mun nær hlustandanum.
Fjöldi persóna sem koma við sögu í Njálu skiptir hundruðum. Mannlýsingar eru sérlega glöggar og getur lesandinn oftast séð persónuna fyrir sér í mögnuðum lestri Stefáns Halls Stefánssonar leikara. Njála gerist á milli áranna 950 og 1020. Talið er víst að margt af því sem sagan greinir frá hafi í raun og veru gerst nokkurnvegin eins og því er lýst sem og að persónurnar sem fjallað er um hafi raunverulega verið uppi á þessum tíma.
© 2020 Almenna bókafélagið (Hljóðbók): 9789935517289
Þýðandi: Haukur Svavarsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 22 juni 2020
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland