Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Fáir íslenskir höfundar hafa náð jafn góðum tökum á knöppu listformi smásögunnar og Svava Jakobsdóttir (1930-2004). 12 konur sem kom út 1965 var hennar fyrsta bók og þar kveður við nýjan tón í íslenskri smásagnagerð. Í sögunum dregur Svava upp öflugar lýsingar á íslenskum veruleika og margbrotnum reynsluheimi persónanna þar sem furðuleiki og blákaldur raunveruleiki fléttast saman og sjaldan er allt sem sýnist. Svava Jakobsdóttir var einn þekktasti og áhrifamesti rithöfundur okkar á síðari hluta 20. aldar og brautryðjandi í íslenskum nútímaskálskap. Auk smásagnanna skrifaði hún tvær skáldsögur og nokkur leikrit og lét til sín taka á sviði menningar- og stjórnmála. Verk hennar hafa verið þýdd á mörg tungumál og hún hlaut fyrir þau ýmsar viðurkenningar, hérlendis og erlendis.
© 2021 Forlagið (Hljóðbók): 9789979537366
Útgáfudagur
Hljóðbók: 15 oktober 2021
Íslenska
Ísland