Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
3.9
Skáldsögur
Í útlegð hefur að geyma magnaða texta sem marka upphaf og endi útlegðarára rithöfundarins Josephs Roth (1894-1939) í París eftir að nasistar komust til valda í Þýskalandi árið 1933. Helgisaga drykkjumanns greinir frá nokkrum dögum í lífi sómakærs drykkjumanns sem enn trúir á kraftaverk og kýs heldur að lifa í blekkingu en örvæntingu. Þessi ljúfsára og sígilda saga er í senn töfrandi og írónísk og samin af miklu innsæi. Í Mannsandinn brenndur á báli gerir Roth upp sakirnar við nasista skömmu eftir að þeir hófu opinberlega að brenna bækur þeirra rithöfunda sem þeim líkaði ekki við. Þessi beitta og skarpskyggna ritgerð veitir merkilega sýn á bókabrennur nasista og á enn fullt erindi tæpri öld eftir að hún birtist fyrst. Joseph Roth er meðal fremstu rithöfunda Austurríkis á fyrri hluta 20. aldar. Jón Bjarni Atlason þýddi og ritaði eftirmála. „Það er ljóð á hverri síðu hjá Joseph Roth.“ – Joseph Brodsky „Helgisaga drykkjumanns er meistaraverk ... áhrifamikil bók sem maður ánetjast æ meir við hvern lestur.“ – The Evening Standard „Stanslaus snilld, ómótstæðilegir töfrar og textar sem enn eiga erindi. – The New York Times Book Review um blaðamennsku Josephs Roth.
© 2022 Ugla (Hljóðbók): 9789935213969
© 2021 Ugla útgáfa (Rafbók): 9789935215741
Þýðandi: Jón Bjarni Atlason
Útgáfudagur
Hljóðbók: 3 januari 2022
Rafbók: 6 oktober 2021
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland