Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.5
1 of 3
Ungmennabækur
Þegar furðuleg veikindi (nei, alveg pottþétt ekki Covid-19) fara að breiðast um skólann ákveða vinkonurnar Milla, Rakel og Lilja að gera eitthvað í málunum. Ekki er hægt að biðja fullorðna fólkið um hjálp, það er gagnslaust, og hver myndi svo sem trúa þremur þrettán ára stelpum sem halda því fram að stærðfræðikennarinn þeirra sé vampíra? Ófyrirsjáanleg lögbrot, vinslit og misgáfulegar málfræðireglur flækjast svo fyrir tilraunum stelpnanna til að komast að því hvort nokkuð yfirnáttúrulegt sé yfirhöfuð á kreiki.
Vampírur, vesen og annað tilfallandi hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2020.
Höfundurinn, Rut Guðnadóttir, elskar uppistand, múmínálfana og að horfa á sömu sjónvarpsseríurnar aftur og aftur. Rut er ekki góð í stærðfræði, er skíthrædd við uppvakninga (en ekki geimverur) og hún er með mjólkuróþol. Rut finnst óþægilegt að skrifa um sjálfa sig í þriðju persónu. Hún hefur áður skrifað pistla og smásögur en Vampírur, vesen og annað tilfallandi er fyrsta skáldsaga hennar. Rut vonar að þú hlustir á hana, hér í frábærum lestri Sigríðar Lárettu Jónsdóttur.
© 2022 Vaka-Helgafell (Hljóðbók): 9789979226987
Útgáfudagur
Hljóðbók: 27 januari 2022
Íslenska
Ísland