Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.1
Skáldsögur
„Innilega til hamingju með afmælið þitt. Ég hef hugsað til þín lengi og oft velt því fyrir mér hvort þú gerðir þér grein fyrir hversu mikil áhrif þú hafðir á líf mitt. Ég hefði ekki orðið að því sem ég er nema af því að ég hitti þig. Þín spor í lífi mínu eru djúp og varanleg. Þú ert stórkostleg kona sem gerir lífið betra og ljúfara með því að vera hér.“
Þessi skilaboð fylgja glæsilegum demantshring sem Sara Jónsdóttir, 45 ára ekkja og einstæð móðir, fær í afmælisgjöf. Hvergi kemur fram hver er svona rausnarlegur, en hana grunar að hann sé að finna í fortíð hennar. Hún ákveður að fara í ferðalag í gegnum líf sitt í leit að þessum manni, ferðalag þar sem hún þarf að takast á við ýmsa drauga sem hafa fylgt henni.
Grípandi, einlæg og spennandi saga um konu á krossgötum sem tekst að sigra sjálfa sig. Sara er önnur skáldaga Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur en fyrsta skáldsaga hennar, Tapað – fundið, hlaut sérlega góðar viðtökur gagnrýnenda og sat lengi á metsölulistum, ásamt því að gera frábæra hluti hjá hlustendum Storytel.
© 2022 Storyside (Hljóðbók): 9789180624350
© 2022 Veröld (Rafbók): 9789935300010
Útgáfudagur
Hljóðbók: 11 november 2022
Rafbók: 17 februari 2022
Íslenska
Ísland