Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
5
24 of 76
Barnabækur
Einu sinni var gráðug hæna sem gleypti hnetu. Haninn ætlar að koma henni til bjargar með því að sækja vatn í brunninn. Brunnurinn neitar hins vegar að gefa hananum vatn nema hann færi honum silki brúðarinnar. Nú voru góð ráð dýr því brúðurin neitar að gefa hananum silkið nema hann færi henni brúðarkrans. Haninn þarf að bjarga hænunni en tíminn er að renna frá honum.
Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.
Bræðurnir Jacob og Wilhelm fæddust í Þýskalandi. Þeir voru málvísindamenn og sömdu þjóðsögur til að efla og styrkja þjóðsagnalist heimalandsins. Bræðurnir nutu töluverðrar hylli fyrir þjóðsögur sínar á 19. öld þótt margar þeirra hafi þótt verulega óhugnalegar. Meðal annarra þekktra ævintýra Grimmsbræðra eru Mjalllhvít, Rauðhetta og Öskubuska.
© 2022 SAGA Egmont (Hljóðbók): 9788728038376
© 2022 SAGA Egmont (Rafbók): 9788728036785
Þýðandi: Theódór Árnason
Útgáfudagur
Hljóðbók: 25 januari 2022
Rafbók: 1 januari 2022
Íslenska
Ísland