Sólveig Guðmundsdóttir er lesari hér á Storytel. Hún lærði leiklist við The Arts Educational School í London og útskrifaðist árið 2002. Sólveig hefur unnið sem sjálfstætt starfandi leikkona, höfundur og framleiðandi við fjölda leiksýninga með sjálfstæðum leikhópum.
Hún fékk Grímuverðlaunin árið 2017 sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir Sóleyju Rós ræstitækni sem Sólveig skrifaði ásamt Maríu Reyndal leikstjóra og verkið hlaut einnig verðlaun sem leikrit ársins. Nú vinnur hún að gerð sjónvarpsþátta um Sóleyju Rós.
Sólveig hefur farið með hlutverk í hinum ýmsu útvarpsverkum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndunum m.a. Pressu, Kaldri slóð, Andið eðlilega (sem nú má sjá á Netflix), Lof mér að falla og Tryggð.
Sólveig hlaut líka tvenn Grímuverðlaun 2015 fyrir barnaleikritið Lífið - stórkostlegt drullumall sem hún samdi ásamt öðrum listamönnum sýningarinnar. Og Menningarverðlaun DV hlaut hún 2017 fyrir leik sinn í Illsku og Sóleyju Rós. Hér á Storytel les hún m.a. Katrínu miklu og bækur Elsebeth Egholm, Eigin áhætta og Leyndir gallar.
Sólveig Guðmundsdóttir er lesari hér á Storytel. Hún lærði leiklist við The Arts Educational School í London og útskrifaðist árið 2002. Sólveig hefur unnið sem sjálfstætt starfandi leikkona, höfundur og framleiðandi við fjölda leiksýninga með sjálfstæðum leikhópum.
Hún fékk Grímuverðlaunin árið 2017 sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir Sóleyju Rós ræstitækni sem Sólveig skrifaði ásamt Maríu Reyndal leikstjóra og verkið hlaut einnig verðlaun sem leikrit ársins. Nú vinnur hún að gerð sjónvarpsþátta um Sóleyju Rós.
Sólveig hefur farið með hlutverk í hinum ýmsu útvarpsverkum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndunum m.a. Pressu, Kaldri slóð, Andið eðlilega (sem nú má sjá á Netflix), Lof mér að falla og Tryggð.
Sólveig hlaut líka tvenn Grímuverðlaun 2015 fyrir barnaleikritið Lífið - stórkostlegt drullumall sem hún samdi ásamt öðrum listamönnum sýningarinnar. Og Menningarverðlaun DV hlaut hún 2017 fyrir leik sinn í Illsku og Sóleyju Rós. Hér á Storytel les hún m.a. Katrínu miklu og bækur Elsebeth Egholm, Eigin áhætta og Leyndir gallar.
Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Íslenska
Ísland