Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Í þessari viðamiklu ævisögu segir frá æskulýðsleiðtoganum umdeilda, séra Friðriki Friðrikssyni (1868-1961). Hann ólst upp við sára fátækt en braust með harðfylgi til mennta og gerðist prestur.
Í bókinni er trúarlífi séra Friðriks lýst sem og ævistarfi, ekki aðeins hér á landi heldur einnig í Danmörku og Vesturheimi. Hann helgaði líf sitt æskumönnum og stofnaði meðal annars KFUM og KFUK rétt fyrir aldamótin 1900 og knattspyrnufélagið Val árið 1911. Séra Friðrik var svo mjög í hávegum hafður á sínum tíma að honum var stundum líkt við helga menn fyrri alda. En eins og fram kemur í þessari bók var persóna hans margslungnari en sú helgimynd sem hefur verið dregin upp af honum. Afar vönduð og aðgengileg ævisaga sem bregður nýju ljósi á einn af svipmestu mönnum sinnar tíðar á Íslandi. Höfundurinn, Guðmundur Magnússon sagnfræðingur, hefur kannað sögu séra Friðriks í nokkur ár og meðal annars leitað fanga í viðamiklu skjala- og bréfasafni hans.
© 2024 Storyside (Hljóðbók): 9789180854078
© 2024 Storyside (Rafbók): 9789180854085
Útgáfudagur
Hljóðbók: 12 augusti 2024
Rafbók: 12 augusti 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland