Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.3
6 of 6
Glæpasögur
Lögregluforinginn Tilda Davidsson er barnshafandi og komin langt á leið þegar hún er kölluð til að aðstoða samstarfsmann sem hefur orðið fyrir hnífaárás á afskekktu býli á Norður-Ölandi. Þar finnur hún lík aldraðra hjóna í hjónarúminu. Gerlof, gamli frændinn hennar Tildu, minnist þess að í nágrenni við býlið fór fram háleynileg starfsemi á vegum hermálayfirvalda í heimsstyrjöldinni síðari. Smám saman áttar Gerlof sig á því að dularfull dauðsföll hermanna sem tengdust þessari starfsemi eru ekki gleymd og grafin. Morðingi gengur laus – í hefndarhug. Öland-sagnabálkur sænska verðlaunahöfundarins Johans Theorin hefur farið sigurför um heiminn og verið þýddur á fjölda tungumála. Ristur er sjötta bókin í flokknum en áður eru komnar út bækurnar Hvarfið, Náttbál, Steinblóð, Haugbúi og Beinaslóð sem allar hafa fengið hinar bestu viðtökur íslenskra lesenda. „Ölandsbækur Theorins hafa verið einn af hápunktum sænskrar glæpasagnaútgáfu undanfarin ár.“ – Borås Todning „Afar fáir höfundar eru jafnokar Johans Theorin í að tengja saman með tilþrifum glæparannsókn, umhverfi, persónusköpun og sögulega atburði.“ – Dagens Nyheter
© 2024 Ugla útgáfa (Hljóðbók): 9789935219725
Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 25 november 2024
Íslenska
Ísland