Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Fantasía-og-scifi
Ástin er fórn sem færð er á altari valdsins. Allt sem Oraya trúði á er rústir einar eftir Kejari mótið. Hún er fangi í eigin konungsríki, syrgir einu fjölskylduna sem hún átti og er í sárum eftir rætin svik. Hún veit ekki einu sinni sannleikann lengur um sína eigin blóðlínu. Það er aðeins eitt sem hún veit með vissu: hún má engum treysta, allra síst Raihn. Fjandmenn þjarma að Húsi næturinnar. Menn Raihns eru allt annað en sáttir við að lúta konungi sem eitt sinn var þræll. Og Hús blóðsins læsir klóm sínum sífellt dýpra í konungsríkið og gerir tilraun til að tæta það upp að innan. Þegar Raihn leggur til leynilegt bandalag við Orayu eygir hún von til að endurheimta konungsríki sitt - og ná fram hefndum gegn elskhuganum sem sveik hana. En til þess verður hún að beisla fornan eyðileggingarmátt sem á rætur sínar í myrkustu leyndarmálum föður hennar. Óvinirnir þjarma að úr öllum áttum og ekkert er eins og það sýnist. Um leið og Oraya flettir ofan af fortíð sinni og horfist í augu við framtíðina þarf hún að velja milli þess að sölsa undir sig völdin með blóðsúthellingum og stríði - og ástarinnar sem gæti orðið henni að falli. Rústirnar og bölvun konungsins er önnur bókin í seríu Carissu Broadbent um ástir og örlög, óhugnanlega galdra og óslökkvandi blóðþorsta. Bækur Carissu Broadbent sverja sig í ætt við A Court of Thorns and Roses eftir Sarah J. Maas, The Fourth Wing eftir Rececca Yarros og Twilight eftir Stephanie Meyer. Rústirnar og bölvun konungsins heldur áfram sögu Orayu og Raihns, sem allir unnendur sagna um stórhættulega ást og forboðna rómantík í grimmilegum furðuheimum munu njóta til hins ítrasta. Ásthildur Úa Sigurðardóttir ljáir þessari stórbrotnu sögu einstakt líf og fjör með frábærum flutningi.
© 2025 Storyside (Hljóðbók): 9789180848305
© 2025 Storyside (Rafbók): 9789180848312
Þýðandi: Margrét Urður Snædal
Útgáfudagur
Hljóðbók: 6 januari 2025
Rafbók: 6 januari 2025
Íslenska
Ísland