Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.5
Sjálfsrækt
Mjög áhugaverð sjálfshjálparbók eftir Konráð Adolphsson, stofnanda Dale Carnegie á Íslandi. Konráð telur hugsanir okkar hafa mjög mikil áhrif á líf okkar og framkvæmdir. Þær hafi áhrif á hvernig við tölum, viðhorfum okkar, ákvörðunum og tilfinningum. Hegðun okkar og samskipti byggjast á hugsunum okkar en við höfum val, hvort þær eru jákvæðar eða neikvæðar. Fyrst þurfum við að skilja þennan gífurlega kraft að baki hugsuninni, sem tengist árangri okkar í lífinu. Sjálfshjálparbók sem er uppfull af góðum ráðum. Hér í lestri Arnars Jónssonar og Láru Jóhönnu Jónsdóttur. Höfundurinn sjálfur, Konráð Adolphsson er með formála að bókinni.
© 2020 Bókafélagið (Hljóðbók): 9789935517661
Útgáfudagur
Hljóðbók: 7 december 2020
Íslenska
Ísland