Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.1
2 of 6
Óskáldað efni
Annar þáttur þáttaraðarinnar um hugarheim breska raðmorðingja fjallar um Fred West, en talið er að hann hafi framið minnst 12 morð, flest þeirra í slagtogi við eiginkonu sína, Rose. Fórnarlömbin voru grafin í kjallara fjölskyldunnar og í garðinum hjá húsi þeirra við Cromwell stræti, „the House of Horror“ – eða “Hryllingshúsinu”. Meðal annars myrti parið dóttur sína og jafnframt myrti Rose dóttur Freds úr fyrra sambandi. Meirihluta fórnarlambanna var misþyrmt líkamlega og kynferðislega áður en þau voru myrt. Þrátt fyrir ótal vísbendingar um að eitthvað bogið væri við fjölskylduna, liðu mörg ár áður en morðin voru uppgötvuð. Fred West svipti sig lífi áður en að réttarhöldunum kom og hlaut þar af leiðandi ekki dóm. Hins vegar hélt Rose ítrekað fram að maðurinn hennar hafi borið ábyrgð á morðunum. Hvað dreif þau til að fremja þessi morð? Og af hverju náðust þau ekki fyrr? Blaðakonan og glæpasagnahöfundurinn Lone Theils hefur alltaf verið heilluð af sönnum sakamálum og raðmorðingjum. Afhverju drepur fólk, aftur og aftur? Er um að ræða hreina illsku? Eða er eitthvað annað sem spilar þar inn í? Hvernig kemst að lokum upp um morðingjana? Lone Theils hefur starfað sem blaðakona á Bretlandseyjum í 16 ár og í þessari þáttaröð beinir hún kastljósinu að frægustu raðmorðingjum Bretlands. Hún reynir að komast til botns í því hvað gerðist og reynir að skilja hvað fær sumt fólk til að drepa aftur og aftur. Í glæpasögum sínum sækir hún gjarnan innblástur í raunveruleikann en jafnframt hefur hún oft upplifað að raunveruleikinn geti verið hrikalegri en hvers kyns skáldskapur. Það á ekki síst við um morðin sem fjallað er um í hlaðvarpinu.
© 2021 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180119795
© 2021 Storytel Original (Rafbók): 9789180366113
Þýðandi: Halla Sverrisdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 15 mars 2021
Rafbók: 21 december 2021
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland