Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.6
7 of 5
Glæpasögur
Mannabein finnast í grunni nýbyggingar í útjaðri Reykjavíkur og líkur benda til að glæpur hafi verið framinn. Beinin virðast nokkurra áratuga gömul og sérfræðingar eru fengnir til að grafa þau upp en samtímis hefur lögreglan leit að fólki sem gæti vitað eitthvað um málið.
Lögreglumennirnir Erlendur, Sigurður Óli og Elínborg eiga erfitt verkefni fyrir höndum en smám saman skýrist myndin; fortíðin er grafin upp úr moldinni, upp úr gömlum pappírum, upp úr fylgsnum hugans – og brotin raðast saman í helkalda, óvænta harmsögu.
Grafarþögn er fjórða bók Arnaldar Indriðasonar, trúverðug, spennandi og áhrifamikil. Hún hefur aflað höfundi sínum margvíslegra viðurkenninga. Fyrir hana hlaut hann norrænu glæpasagnaverðlaunin Glerlykilinn og sömuleiðis afar virt bresk verðlaun, Gullrýtinginn.
© 2024 Vaka-Helgafell (Hljóðbók): 9789979228523
Útgáfudagur
Hljóðbók: 30 maj 2024
Íslenska
Ísland