Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
3.8
1 of 1
Glæpasögur
Tekla er ungur læknir á bráðadeild Nóbelsjúkrahússins í Stokkhólmi. Hún er eldklár og tekst af öryggi á við hverja áskorun í starfinu. En Tekla á sér leyndarmál. Fjölskyldusaga hennar er eitt flakandi sár og sársaukann þarf hún að deyfa dag hvern. Og hún býr yfir dýrmætum og hættulegum eiginleika: hún gleymir engu sem hún sér.
Þegar stórbruni verður í háhýsi í borginni bjargar Tekla lífi manns sem enginn veit hver er. Grunsemdir vakna um hryðjuverk og lögreglan vaktar sjúklinginn sem liggur rænulaus og skaðbrunninn á spítalanum. Er hann sprengivargur eða saklaust fórnarlamb – jafnvel maður sem Tekla þekkir mætavel og myndi fórna öllu fyrir?
Gegnum vötn, gegnum eld er geysivel fléttuð spennusaga um grimma undirheima, spillta yfirstétt og baráttu um auð og völd – en líka um böndin sem binda fólk saman til góðs og ills. Höfundurinn, Christian Unge, er yfirlæknir í Stokkhólmi og hefur starfað fyrir Lækna án landamæra. Hann nýtir reynslu sína og þekkingu vel í bókunum um Teklu.
© 2021 JPV (Hljóðbók): 9789935292308
© 2021 JPV (Rafbók): 9789935290779
Þýðandi: Hilmar Hilmarsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 21 december 2021
Rafbók: 21 december 2021
Íslenska
Ísland