Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.1
2 of 3
Glæpasögur
Lík af ungbarni finnst í frystikistu í ruslagámi. Andrea rannsakar málið og áður en hún veit af teygir það anga sína hálfa öld aftur í tímann og fólki af öllum þjóðfélagsstigum. Fimmta barnið er æsispennandi saga eftir ungan og efnilegan höfund, Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur, sem hlaut frábærar viðtökur í fyrra fyrir bók sína Hvar er systir mín? Þar birtist blaðakonan Andrea lesendum í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að tvö ár hafi liðið frá atburðunum í þeirri sögu glímir Andrea enn við þá lífsreynslu og er meira og minna á skjön við allt í kringum sig, sérstaklega finnast henni karlmenn flækja hlutina. Til að dreifa huganum vinnur hún mikið og skyndilega rekur þetta undarlega mál á fjörur hennar. Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is ☆☆☆ „Ekta krimmi sem gaman er að lesa. Saga sem vekur athygli.“ Hvar er systir mín og Fimmta barnið voru báðar tilnefndar til Blóðdropans, verðlauna Hins íslenska glæpafélags.
© 2020 Hljóðbók.is (Hljóðbók): 9789935222503
Útgáfudagur
Hljóðbók: 25 mars 2020
Íslenska
Ísland