Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Tiril vaknar á lítilli eyju skammt utan við Björgvin. Eini íbúi eyjunnar er Ester sem stundar sjómennsku og aðra iðju sem er ekki í samræmi við bókstaf laganna. Hún er mesti strigakjaftur en besta skinn. Móri er á Íslandi að leita Rauðskinnu. Hann lendir í hræðilegum þrekraunum. Það sem heldur í honum vitinu er blikið í augum Tirilar sem hann sér fyrir augum sér í mestu þrengingunum. Tiril finnur Móra illa á sig komin á Íslandi, hjúkrar honum og saman fara þau til Björgvinjar og hitta Erling. Öll þrjú leggja þau síðan upp í ferð til Kristjaníu að leita sannleikans um uppruna Tirilar.
Önnur bókin í seríunni Galdrameistarinn eftir Margit Sandemo, höfund hins geysivinsæla bókaflokks um Ísfólkið sem notið hefur gríðarlegrar hylli hér hjá Storytel. Galdrameistarinn er sjálfstæð sería en óvæntar tengingar við söguþráð og persónur Ísfólksins munu koma aðdáendum skemmtilega á óvart. Eygló Hilmarsdóttir les.
© 2019 Storyside (Hljóðbók): 9789178976157
© 2017 JENTAS IS (Rafbók): 9789979640684
Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir, Nanna Gunnarsdóttir
Útgáfudagur
Hljóðbók: 12 november 2019
Rafbók: 9 maj 2017
Íslenska
Ísland