Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.1
Óskáldað efni
Kristjana Ásbjörnsdóttir er lektor í faraldsfræði við University of Washington í Seattle, þar sem hún hefur stundað rannsóknir og kennt í um áratug. Tugir sérfræðinga við rannsóknardeildir skólans leggja nú nótt við dag í að greina faraldurinn og setja upp sviðsmyndir farsóttarinnar fyrir stjórnvöld. Jafnframt sinnir Kristjana sjálf rannsóknar- og ráðgjafahlutverki í að aðstoða stjórnvöld, meðal annars á Indlandi og í Mozambique, í að takast á við COVID-19 faraldurinn.
Sögur úr sóttkví með Hallgrími Thorsteinssyni: Kórónaveiru-faraldurinn geysar um heiminn. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir COVID-19 alvarlegustu ógnina sem heimsbyggðin hefur tekist á við síðan í heimstyrjöldinni síðari. Öll tökumst við á við veiruna, samfélagslega og í eigin lífi, hvert okkar á sinn hátt. Hallgrímur Thorsteinsson kannar áhrif kórónaveirunnar í viðtalaseríunni Sögur úr sóttkví þar sem hann ræðir við fjölbreyttan hóp fólks um margþætt inngrip faraldursins inn í daglegt líf og þær breytingar sem hann veldur.
© 2020 Storyside (Hljóðbók): 9789152117484
Útgáfudagur
Hljóðbók: 17 april 2020
Merki
Íslenska
Ísland