Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
Ævisaga séra Árna Þórarinssonar prófasts á Stóra-Hrauni á Snæfellsnesi, sem Þórbergur Þórðarson færði í letur, kom út í sex bindum – 2084 blaðsíðum – á árunum 1945–1950. Hér má finna fyrsta bindið, Fagur mannlíf, í frábærum lestri Guðmundar Ólafssonar.
Meðal ævisagna þykir saga séra Árna algjörlega einstæð, hún er lifandi þjóðlífsmynd frá liðnum tíma, á köflum meinleg og illyrmisleg, en einnig svo leiftrandi fyndin og skemmtileg að undrum sætir. Enda sagði skrásetjarinn Þórbergur um söguhetju sína:
„Og þegar hann er dáinn, þá kann enginn lengur að segja frá á Íslandi. Þá er enginn skemmtilegur maður lengur á Íslandi. Þá er enginn frumlegur maður lengur til á Íslandi … Hvernig fer maður hér eftir að lifa í landi, þar sem allir hugsa eins og lélegt dagblað og engum dettur í hug, að draugur geti gert almættisverk?“
© 2022 Mál og menning (Hljóðbók): 9789979346371
Útgáfudagur
Hljóðbók: 7 januari 2022
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland