Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.1
1 of 4
Fantasía-og-scifi
Vinnuvélar verktakafyrirtækis eru stórskemmdar í skjóli nætur. Illa útleikin lík finnast á nokkrum stöðum á landinu. Margt bendir til að þarna séu að verki aðilar úr öðrum heimi. Lögreglan fær Bergrúnu Búadóttur huldumiðil til að aðstoða við rannsókn málsins. Fljótlega kemur í ljós að myrk og máttug öfl seilast til aukinna valda bæði í Mannheimi og Hulduheimi.
Bergrún og Brá, tvítug dóttir hennar, leggja af stað í ferðalag sem fljótlega umbreytist í háskaför þar sem þær þurfa að kljást við óútreiknanlega og máttuga andstæðinga. Samhliða því myndast mikil spenna í sambandi mæðgnanna sem verður til þess að leiðir þeirra skilja.
Emil Hjörvar Petersen hefur sannað sig sem einn helsti fantasíuhöfundur Íslands. Eftir hann liggur rúmur tugur skáldsagna þar sem hann sýnir fádæma breidd og fléttar gjarnan saman sagnahefðum. Þar á meðal eru Saga eftirlifenda, Hælið og Dauðaleit. Víghólar er fyrsta bókin í hinum dáða bókaflokki Handan Hulunnar sem notið hefur mikilla vinsælda og hlotið einróma lof gagnrýnenda.
★ ★ ★ ★ „Spennandi og skemmtileg íslensk fantasía. Bókin er vel skrifuð ... Þegar atburðarás sögunnar er komin vel af stað er bókin ein af þeim sem helst þarf að klára á einu kvöldi." - Vilhjálmur A. Kjartansson, Morgunblaðinu
„Æsileg saga sem er í senn ævintýrasaga og glæpasaga með hraðri og spennandi atburðarás og trúverðugum persónum." - Árni Matthíasson, Morgunblaðinu
„Bókin er mjög spennandi og samtvinnun fantasíu- og glæpasagnaformsins afar vel heppnuð." - Kristín Magnúsdóttir, Starafugl.is
© 2019 Storyside (Hljóðbók): 9789179232924
© 2024 Storyside (Rafbók): 9789180856874
Útgáfudagur
Hljóðbók: 22 juli 2019
Rafbók: 7 maj 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland