Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
3.9
6 of 9
Glæpasögur
Á kyrru sumarkvöldi gengur maður inn í glæsilegan veitingastað í Málmey og skýtur einn kvöldvarðargestinn til bana. Síðan hverfur hann út um glugga án þess að nokkur fái stöðvað hann. Enginn viðstaddra þekkir hann, sá sem fyrir skotinu varð heldur rænu nógu lengi til að segjast ekki þekkja hann heldur. Það er eitthvað dularfullt við þennan mann sem svo margir hafa séð en enginn kannast við, og eitthvað er líka einkennilegt við vopnið sem hann notaði. Undarlegast reynist þó allt það sem lögreglunni tekst að grafa upp um fortíð og fjármálaumsvifs fórnarlambsins. Sá maður er talinn svo mikilvægur af yfirvöldum að fremstu lögreglumönnum er falið að leysa gátuna undir stjórn Martins Beck og leikurinn berst frá Málmey til Kaupmannahafnar og síðan Stokkhólms… Sagnaflokkurinn Skáldsaga um glæp eftir sænsku rithöfundana Maj Sjöwall og Per Wahlöö hefur verið gefinn út á fjölmörgum þjóðtungum og alls staðar notið mikilla vinsælda, ekki síst meðal vandlátra lesenda. Þetta er flokkur tíu lögreglusagna sem eru sjálfstæðar hver um sig, en aðalpersónurnar eru þær sömu, Martin Beck og starfsbræður hans í rannsóknarlögreglu Stokkhólmsborgar. Þetta er sjötta bókin í flokknum.
© 2022 Mál og menning (Hljóðbók): 9789979346265
© 2022 Mál og menning (Rafbók): 9789979347972
Þýðandi: Ólafur Jónsson
Útgáfudagur
Hljóðbók: 6 juni 2022
Rafbók: 6 juni 2022
Íslenska
Ísland