Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.2
Viðskiptabækur
Jón Ásgeir Jóhannesson vakti ungur athygli er hann stofnaði ásamt föður sínum lágvöruverðsverslunina Bónus. Neytendur tóku fyrirtækinu strax tveim höndum enda varð þeim feðgum verulega ágengt við að lækka verðlag á daglegri neysluvöru og bæta þannig lífskjör landsmanna. Jón Ásgeir varð brátt atkvæðamikill í íslensku viðskiptalífi og tók jafnframt að hasla sér völl erlendis, ekki síst í Bretlandi, þar sem fáum duldist að kominn var fram á sviðið maður sem hafði einstaklega glöggt auga fyrir álitlegum fjárfestingakostum í smásölu þar í landi. Hin mikla velgengni hér heima setti valdahlutföll óumflýjanlega í uppnám og fyrr en varði sneru gömlu valdaklíkurnar vörn í sókn með sjálfan forsætisráðherra í broddi fylkingar. Í tæpa tvo áratugi mátti Jón Ásgeir sæta stöðugum ákærum ríkisvaldsins en hlaut þó aldrei dóm sem orð var á gerandi. Meðfram dómsmálum hefur hann stöðugt verið í skotlínu, jafnt í almennri umræðu og á götum úti. Hápunkti náðu þessar ofsóknir í hruninu þegar margir vildu gera Jón Ásgeir ábyrgan fyrir öllu því sem orðið hafði landi og þjóð til ógæfu. Einar Kárason fer í saumana á þessari makalausu sögu og byggir frásögnina á samtölum við fjölmarga af nánustu samstarfsmönnum Jóns Ásgeirs, innlenda og erlenda, auk þess að draga saman það sem sagt og ritað hefur verið um manninn af velunnurum og fjandvinum. Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er tímabært uppgjör í sögu viðskiptamógúls sem hafði um 55 þúsund manns á launaskrá þegar mest var.
© 2021 Mál og menning (Hljóðbók): 9789979343332
© 2021 Mál og menning (Rafbók): 9789979343233
Útgáfudagur
Hljóðbók: 28 januari 2021
Rafbók: 17 april 2021
Merki
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland