Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4
Skáldsögur
Líf Ellerts umturnast þegar hann heillast af myndlistarkonunni Freyju Negroni, sem hefur nýlega snúið heim frá Ítalíu eftir erfiðan skilnað og reynir að skapa sér nafn í íslenskum listaheimi. Ellert hefur lifað áhyggjulitlu lífi og nýtur velgengni en verður heltekinn af þráhyggjukenndri ást. Hann reynir að fylgja Freyju eftir í tryllingslegri rússíbanareið þar sem fíkn er yfir og allt um kring – kynlífið verður æ villtara og vímugjafarnir eru aldrei langt undan.
Lygarnar og svikin vinda upp á sig og bjartar vonir bresta hver af annarri. Ekki er þó alltaf ljóst hver er gerandi og hver er þolandi, enda er fíkn flókið fyrirbæri sem á sér margar hliðar.
Rannveig Borg Sigurðardóttir slær nýjan og djarfan tón með þessari fyrstu skáldsögu sinni. Hún er búsett í Sviss, þar sem hún starfar sem lögfræðingur. Undanfarin misseri hefur hún meðfram vinnu lagt stund á meistaranám í fíknifræðum við King's College í London og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir skrif sín um ýmsar hliðar fíknar.
Frábær og ögrandi saga í lestri Haralds Ara Stefánssonar og Birnu Pétursdóttur.
© 2021 Sögur útgáfa (Hljóðbók): 9789935310828
© 2021 Sögur útgáfa (Rafbók): 9789935310972
Útgáfudagur
Hljóðbók: 21 oktober 2021
Rafbók: 8 december 2021
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland