Stígðu inn í heim af óteljandi sögum
4.3
3 of 3
Skáldsögur
Ástu finnst hún hafa brugðist. Hvernig getur hún verið dóttur sinni fyrirmynd og móður sinni stuðningur þegar hún sjálf er við það að brotna? Undirstöðurnar sem hún hefur byggt líf sitt á eru brostnar og sjálfsmyndin sömuleiðis. Hvernig getur hún haldið áfram? Í skáldsögunni Bridde: Áfram stelpur fléttast saman þrjár kynslóðir kvenna. Hver um sig þarf að takast á við áskoranir og erfiðleika en allar eiga þær það sameiginlegt að mæta þeim með óbilandi kjarki og þrautseigju. Þetta er bók um ást, ofbeldi, fíkn, gleði og sorgir og ekki síst nýtt upphaf. Bridde: Áfram stelpur er sjálfstætt framhald á skáldsögunum Hudson: Yfir hafið og heim og Bertelsen: Utan seilingar, og slær lokatóninn í þríleiknum sem nefndur hefur verið Ættarnöfn. Lesendur hafa tekið bókum Erlu Sesselju einstaklega vel og Bridde: Áfram stelpur er í senn hrífandi skáldsaga sem veitir nýja sýn á liðna tíð og óður til allra þeirra sterku kvenna sem stóðu í fararbroddi kvenréttindabaráttu á Íslandi.
© 2025 Storytel Original (Hljóðbók): 9789180688949
© 2024 Storytel Original (Rafbók): 9789180688956
Útgáfudagur
Hljóðbók: 10 mars 2025
Rafbók: 10 mars 2024
Hundruðir þúsunda raf- og hljóðbóka
Yfir 400 titlar frá Storytel Original
Barnvænt viðmót með Kids Mode
Vistaðu bækurnar fyrir ferðalögin
Besti valkosturinn fyrir einn notanda
1 aðgangur
Ótakmörkuð hlustun
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
Fyrir þau sem vilja deila sögum með fjölskyldu og vinum.
2-6 aðgangar
100 klst/mán fyrir hvern aðgang
Engin skuldbinding
Getur sagt upp hvenær sem er
2 aðgangar
3990 kr /á mánuðiÍslenska
Ísland